Erindi frá Síldarminjasafni Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings

Málsnúmer 2010040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12.11.2020

Lagt fram erindi Anitu Elefsen. fh. Síldarminjasafns Íslands ses., dags. 07.10.2020 þar sem óskað er eftir viðræðum við kjörna fulltrúa Fjallabyggðar um endurnýjun og hækkun á rekstrarsamningi en núgildandi samningur rennur út í árslok.

Einnig lagt fram fylgiskjal um uppbyggingu, fjármögnun, starfsemi, rekstur og hlutverk safnsins

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 08.12.2020

Aníta mætir á fund kl. 8:30 á Teams
Á fund bæjarráðs mætti Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafns Íslands vegna beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings.

Anita fór yfir framlagt minnisblað dags. 04.12.2020.

Bæjarráð þakkar Anítu fyrir minnisblaðið og góða yfirferð. Í fjárhagsáætlun 2021 er gert ráð fyrir endurnýjun á rekstarsamningi við Síldarminjasafnið til eins árs að upphæð kr. 5.500.000. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að gera drög að samningi við Síldarminjasafnið og leggja fyrir bæjarráð.