Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi

Málsnúmer 2004032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21.04.2020

Lagt fram yfirlit og áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi fyrir landið allt frá 20. janúar 2020 til 20. maí 2020. Í Fjallabyggð var hlutfall skráðra í minnkað starfshlutfall 7% í mars en verður samkvæmt áætlun 15.9% í apríl og 13.5% í maí.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 657. fundur - 23.06.2020

Lagt fram til kynningar yfirlit og áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi fyrir allt landið frá mars til 15. júní 2020. Í Fjallabyggð var hlutfall skráðra í minnkuðu starfshlutfalli í maí 9%. Áætlun fyrir júní gerir ráð fyrir sama hlutfalli þ.e. 9%. Hlutfall skráðra á atvinnuleysisskrá í Fjallabyggð í maí var 4%, áætlun fyrir júní gerir ráð fyrir að hlutfall atvinnulausra verði 5%.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 01.09.2020

Lagt fram til kynningar yfirlit og áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi fyrir allt landið frá mars til 15. ágúst 2020. Í Fjallabyggð var hlutfall skráðra í minnkuðu starfshlutfalli í júlí 15%. Áætlun fyrir ágúst gerir ráð fyrir sama hlutfalli þ.e. 15%. Hlutfall skráðra á atvinnuleysisskrá í Fjallabyggð í júlí var 5%, áætlun fyrir ágúst gerir ráð fyrir að hlutfall atvinnulausra verði 4%.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22.09.2020

Lagt fram til kynningar yfirlit og áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi fyrir allt landið frá mars til september 2020. Í Fjallabyggð var hlutfall skráðra í minnkuðu starfshlutfalli í ágúst 16%. Áætlun fyrir september gerir ráð fyrir að hlutfall skráðra í minnkað starfshlutfall verði 14%. Hlutfall skráðra á atvinnuleysisskrá í Fjallabyggð í ágúst var 5%, áætlun fyrir september gerir ráð fyrir að hlutfall atvinnulausra verði 6%.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23.10.2020

Lagt fram til kynningar yfirlit Sambands sveitarfélaga þar sem fram kemur að 57 einstaklingar voru skráðir atvinnulausir í Fjallabyggð í september.