Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - óvissa um tekjur á árinu 2020.

Málsnúmer 2004030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21.04.2020

Lagt fram til kynningar erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 07.04.2020, þar sem fram kemur að vegna mikillar óvissa um áætlaðar tekjur í Jöfnunarsjóð á árinu 2020 verður að framkvæma nýja greiðsluáætlun vegna framlaga ársins 2020. Ljóst er að tekjur sjóðsins muni lækka nokkuð í ár miðað við fyrri spár. Þar sem erfitt er að spá fyrir um þróun skatttekna ríkissjóðs og útsvarstekna sveitarfélaga verður ekki unnt að gefa út nýja greiðsluáætlun fyrir sjóðinn vegna ársins 2020 fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Í kjölfarið verða framlög ársins 2020 enduráætluð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 05.05.2020

Lagt fram til kynningar erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 29.04.2020 þar sem fram kemur að ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafi á fundi sínum, þann 24. apríl sl. ákveðið í ljósi væntanlegs samdráttar á tekjum sjóðsins að lækka áætlaðar mánaðargreiðslur til sveitarfélaga vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti um 12,5%.

Framlög tengd yfirfærslu fatlaðs fólks og grunnskólans sem byggja á staðgreiðslu útsvars í sjóðinn verða með óbreyttu sniði mánaðarmótin apríl/maí. Sá hluti tekna er tilheyrir yfirfærslu fatlaðs fólks og byggir á skatttekjum ríkissjóðs verður enduráætlaður síðar.

Að óbreyttu mun sjóðnum berast ný spá um áætlaðar skatttekjur ríkissjóðs og útsvarstekjur sveitarfélaga á næstu dögum og verður þá unnt að enduráætla framlög ársins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23.10.2020

Lagt fram til kynningar erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 07.10.2020 vegna útreiknings framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts. Þar kemur fram að við gerð lífskjarasamninganna var því meðal annars beint til opinberra aðila að stilla hækkunum á íbúa og fyrirtæki í hóf og þess vegna var gerð breyting á tekjustofnalögunum sveitarfélaga nr. 4/1995 sem hljóðar svona:

Við útreikning framlags árin 2020 og 2021 skv. d-lið 11. gr. skal miða við álagningarhlutfall fasteignaskatts árið 2019, enda hafi álagningarhlutfall í viðkomandi sveitarfélagi lækkað frá því ári.

Framlag til sveitarfélags mun því ekki lækka á næsta ári taki sveitarfélagið ákvörðun um að lækka álagningarhlutfall fasteignaskattstekna árið 2021.