Vatnsveita í sumarhús, Hólkoti

Málsnúmer 2004018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21.04.2020

Lagt fram erindi Halldóru Konráðsdóttur fh. hluta sumarbústaðaeigenda í Hólkoti Ólafsfirði, dags. 06.04.2020 þar sem óskað er eftir því að þeir sumarhúsaeigendur sem fengu heitt vatn á sínum tíma fái tengt kalt vatn sem fyrst.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.04.2020 þar sem fram kemur að heitt vatn var lagt að öllum sumarhúsum í Hólkoti árið 2018 ásamt lögnum fyrir kalt vatn sem sumarhúsaeigendur geta tengst inn á.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 05.05.2020

Lögð fram yfirlýsing eigenda af borholum fyrir kalt neysluvatn í landi Hólkots, nánar tiltekið fyrir sumarhús í landi Hólkots, dags. 29.04.2020 þar sem eigendur afsala sér eignarrétti á borholum til Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð taki að sér uppbyggingu og rekstur vatnsveitu fyrir sumarhús í landi Hólkots. Eigendum sumarhúsa býðst að fá nýja heimæð gegn greiðslu stofngjalds kr. 140.000 og að fyrrum eigendur borholanna verði boðin 50% afsláttur af ofangreindu stofngjaldi fyrir heimtaug.