Gervigrasvöllur Fjallabyggð

Málsnúmer 2004001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21.04.2020

Lagt fram erindi Vals Þórs Hilmarssonar, dags. 31.03.2020 er varðar framkvæmdaáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2020, einkum og sér í lagi áætlun um uppbyggingu keppnisvallar með gervigrasi.

Í lok erindis varpar bréfritari fram eftirfarandi spurningum:

-
Liggur fyrir greining á þörf fyrir keppnisvöll með gervigrasi?
-
Var ákvörðunin um uppbyggingu gervigrasvallar tekin út frá kynjaðri fjárhagsáætlun?
-
Liggur fyrir fullnægjandi kostnaðaráætlun vegna heildar framkvæmdarinnar?
-
Hver er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður eftir framkvæmdina?
-
Hefur verið skoðað hvaða aðrir kostir eru í stöðunni og hver sá kostnaður mögulega væri þ.m.t. rekstrarkostnaður?

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna drög að svari og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 05.05.2020

Á 684. fundi bæjarráðs fól bæjarráð bæjarstjóra að svara erindi Vals Þórs Hilmarssonar varðandi uppbyggingu gervigrasvallar í Fjallabyggð.

Lögð fram drög að svarbréfi bæjarstjóra til Vals Þórs Hilmarssonar vegna erindis hans varðandi uppbyggingu gervigrasvallar í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið.