Varðandi ársþing SSNE

Málsnúmer 2003068

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020

Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, dags. 26.03.2020 þar sem fram kemur að samkvæmt 8. gr. samþykkta fyrir skal ársþing haldið eigi síðar en 30. apríl ár hvert og til þess skal boðað með a.m.k. fjögurra vikna fyrirvara, sbr. 7. gr..
Vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi vegna COVID-19 er óskað eftir því við sveitarfélög að þau taki afstöðu til þess hvort halda eigi ársþing í fjarfundi eða fresta því.
Einnig eru sveitarstjórnir beðnar að tilkynna framkvæmdastjóra SSNE um skipan aðal- og varafulltrúa á aðalfund SSNE.
Þá eru sveitarstjórnir beðnar að senda inn skipan aðal- og varafulltrúa á ársþing SSNE.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að fresta ársþingi SSNE.
Skipaðir á ársþing SSNE eru; aðalmenn : Helga Helgadóttir, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, Jón Valgeir Baldursson og Elías Pétursson.
Varamenn :Sigríður Guðrún Hauksdóttir, Nanna Árnadóttir, Tómas Atli Einarsson og Særún Hlín Laufeyjardóttir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22.09.2020

Lagt fram erindi Eyþórs Björnssonar, dags. 11.09.2020 er varðar boðun ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem haldið verður dagana 9. og. 10 október nk. í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit.
Einnig lögð fram dagskrá þingsins ásamt fylgigögnum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 08.12.2020

Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 01.12.2020 þar sem fram kemur að aukaþing SSNE verður haldið í fjarfundi þann 11. desember nk. frá kl. 8:30-11:30.