Viðhaldsverkefni Hornbrekku 2020

Málsnúmer 2001118

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 19. fundur - 07.02.2020

Breytingum á þvottahúsi efri hæðar er lokið og endurbótum á herbergi nr. 6 er að ljúka. Á döfinni er endurnýjun fatáskápa í öll herbergi. Uppsetning á nýju bjöllukerfi hefst í febrúar. Endurnýja þarf tvö sjúkrarúm og er hjúkrunarforstjóra falið að ganga frá málinu,

Stjórn Hornbrekku - 21. fundur - 03.09.2020

Hjúkrunarforstjóri lagði fram teikningar að breytingum á setustofu Hornbrekku (Norðurstofu). Ákveðið hefur verið að setja þar upp tvö lítil skrifstofurými. Auk þess verður haldið áfram við endurnýjun á fataskápum og gólfefnum. Hjúkrunarforstjóri upplýsti að verið að leggja loka hönd á uppsetningu á nýju sjúkrakallkerfi og einnig ljósleiðaratenginu í herbergi og íbúðir heimilismanna.