Húsaleigusamningur Sellu tannlækna ehf

Málsnúmer 1802070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27.02.2018

Tekið fyrir bréf frá Sellu tannlæknum ehf., þar sem óskað er eftir lækkun á leigu á aðstöðu tannlæknastofunnar á Hornbrekku.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn Sellu tannlækna ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 09.10.2018

Lagt fram erindi Sellu tannlækna ehf. dags. 03.10.2018 þar sem ítrekað er erindi til sveitarfélagsins dags. 17.02.2018 þar sem Sella tannlæknar ehf óskar eftir lækkun á leiguverði vegna aðstöðu í Hornbrekku Ólafsfirði þar sem notkun hefur ekki verið í samræmi við upprunalegar áætlanir vegna skorts á tannlæknum á landsbyggðinni.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga viðræður við forsvarsmenn Sellu tannlækna ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10.04.2019

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lögð fram drög að húsaleigusamningi milli Fjallabyggðar og Sellu tænnlækna ehf vegna aðstöðu í Hornbrekku, Ólafsfirði. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 01.04.2019 þar sem lagt er til að Sella tannlæknar ehf fái lækkun á skuld vegna húsaleigu í Hornbrekku frá 01.04.2018 til 01.04.2019, samtals kr. 240.000 í samræmi við drög að nýjum húsaleigusamningi.

Bæjarráð samþykkir drög að húsaleigusamningi og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir einnig lækkun á húsaleigu samtals kr. 240.000 frá 01.04.2018 til 01.04.2019. Kostnaður kr. 240.000 verður bókaður á deild 21820 og lykill 9993 sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019.