Vettvangsliðateymi í Ólafsfirði

Málsnúmer 1802013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 06.02.2018

Lagt fram til kynningar bréf frá Björgunarsveitinni Tindi, Ólafsfirði, þar sem farið er yfir afstöðu björgunarsveitarinnar vegna myndunar vettvangsliðateymis í Ólafsfirði.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs og mun formaður björgunarsveitarinnar mæta á fundinn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 548. fundur - 20.03.2018

Fulltrúar björgunarsveitarinnar Tinds, Tómas Atli Einarsson og Lára Stefánsdóttir mættu á fund bæjarráðs.

Komið hefur fram að heilbrigðisráðherra ætli ekki að stíga inn í ákvörðun forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands samkvæmt tölvupósti frá 19. mars 2018.

Bæjarráð styður að vettvangsliðateymi verði komið á fót í Ólafsfirði til að stuðla að auknu öryggi íbúa Fjallabyggðar. Bæjarráð mun halda áfram baráttu sinni fyrir því að sjúkrabíll verði í Ólafsfirði og vísar til bókana og samtala við fulltrúa ráðuneytisins um þetta mál.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20.02.2019

Lagt fram afrit af bréfi Björgunarsveitarinnar Tinds, dags. 15.02.2019 til Jóns Helga Björnssonar forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) vegna vettvangsliðateymis í Ólafsfirði. Í bréfinu kemur fram að björgunarsveitinni hafi ekki reynst mögulegt að manna í sjálfboðavinnu vettvangsliðateymis í Ólafsfirði sem sinna átti fyrsta viðbragði/hjálp við útkall sjúkrabifreiðar í Ólafsfjörð frá Siglufirði samkvæmt samningi við HSN. Í bréfinu kemur fram að aðilum hafi í upphafi verið kunnugt um að erfiðlega gæti reynst að manna teymið og að Björgunarsveitin Tindur segi sig frá verkefninu.

Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum af stöðu sjúkraflutninga í Ólafsfirði og samþykkir að boða Jón Helga Björnsson forstjóra HSN á fund til þess að fara yfir málefni sjúkraflutninga og upplýsa ráðið um næstu skref.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12.03.2019

Á fund bæjarráðs mætti Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN og Þórhallur Harðarson framkv.stj. fjármála og stoðþj. Þeir fóru yfir stöðu sjúkraflutninga í Fjallabyggð og næstu skref en ljóst er að ekki verður að stofnun vettvangsteymis í samstarfi við Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði sem átti að sinna fyrsta viðbragði vegna útkalls sjúkrabifreiðar frá Siglufirði til Ólafsfjarðar.

Bæjarráð áréttar kröfu um ásættanlegt viðbragð við fyrstu hjálp í Ólafsfirði og boðar Valþór Stefánsson yfirlæknir og Önnu Gilsdóttur yfirhjúkrunarfræðing við Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Fjallabyggð á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir væntanlegar tillögur HSN.


Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19.03.2019

Á fund bæjarráðs mættu Valþór Stefánsson yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Fjallabyggð ásamt Önnu S. Gilsdóttur hjúkrunarforstjóra til þess að fara yfir tillögur stofnunarinnar varðandi fyrsta viðbragð vegna sjúkraflutninga í Ólafsfirði.

Í máli forsvarsmanna HSN í Fjallabyggð kom fram mikilvægi þess að vettvangsliðateymi væri til staðar í Ólafsfirði til að sinna fyrstu hjálp og ætlunin sé að HSN komi á fót slíku teymi.

Bæjarráð tekur undir mikilvægi vettvangsliðateymis en minnir jafnframt á að tilvist viðbragðsteymis í Ólafsfirði er alfarið á ábyrgð HSN.



Bæjarráð Fjallabyggðar - 610. fundur - 25.06.2019

Anna Gilsdóttir hjúkrunarforstjóri og Valþór Stefánsson yfirlæknir á HSN mættu á fund bæjarráðs til þess að fara yfir stöðu mála varðandi vettvangsliðateymi í Ólafsfirði en á 597. fundi bæjarráðs þann 19. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Í máli forsvarsmanna HSN í Fjallabyggð kom fram mikilvægi þess að vettvangsliðateymi væri til staðar í Ólafsfirði til að sinna fyrstu hjálp og ætlunin sé að HSN komi á fót slíku teymi.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi vettvangsliðateymis en minnir jafnframt á að tilvist viðbragðsteymis í Ólafsfirði er alfarið á ábyrgð HSN".

Fram kom í máli forsvarsmanna HSN að stofnunin muni auglýsa eftir einstaklingum í viðbragðsteymi á Ólafsfirði í haust sem HSN mun skipuleggja og halda utan um. Frekari upplýsingar gefur yfirstjórn HSN í Fjallabyggð.


Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19.11.2019

Á fund bæjarráðs mættu Valþór Stefánsson yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Fjallabyggð ásamt Önnu S. Gilsdóttur hjúkrunarforstjóra til þess að fara yfir stöðu mála gagnvart fyrsta viðbragði vegna sjúkraflutninga í Ólafsfirði en stofnunin auglýsti eftir einstaklingum í viðbragðsteymi þann 16. október í Tunnunni, á heimasíðu HSN og á starfatorgi.

Engar umsóknir bárust, unnið er að næstu skrefum.