Jól og áramót 2017/2018

Málsnúmer 1710086

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13.11.2017

Ægir Bergsson vék af fundi undir þessum lið.
Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir hugsanlega samninga varðandi atburði í kring um jól og áramót í Fjallabyggð. Nefndin leggur til hækkun um kr. 50.000 á samningum um brennur og flugeldasýningar. Nefndin leggur einnig til að samræma upphæðir fyrir sambærilega þjónustu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21.11.2017

Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 06.12.2017

Tekin fyrir drög að samningum við Björgunarsveitina Stráka, Björgunarsveitina Tind, Kiwanisklúbbinn Skjöld, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg um framkvæmd viðburða um jól og áramót.

Samkvæmt drögum er samið við fyrrnefnda aðila til þriggja ára með möguleika á framlengingu á samningi.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.