Starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns

Málsnúmer 1708035

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 30.08.2017

Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur sagt upp störfum. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála fór yfir stöðuna. Umsóknarfrestur er til og með 4. september.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12.09.2017

Deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála situr fundinn undir þessum lið.

Starf forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggar.

Fjórar umsóknir bárust um starf forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar en umsóknarfrestur rann út þann 4. september sl.

Umsækjendur eru:
Anna Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðingur.
Birgitta Þorsteinsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu.
Bylgja Hafþórsdóttir, þjónustufulltrúi.
Valdimar O. Hermannsson, verkefnastjóri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka viðtöl við umsækjendur og leggja fram tillögu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 519. fundur - 19.09.2017

Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 521. fundur - 03.10.2017

Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið.

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda-, og menningarmála.


Tekið fyrir bréf Hrannar Hafþórsdóttur forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar, dags. 22.9.2017, þar sem hún óskar eftir því að draga uppsögn sína til baka og taka aftur til starfa að loknu sumarleyfi. Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna málsins.

Bæjarráð samþykkir beiðni Hrannar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins og nánari útfærsla verði lögð fyrir bæjarráð í næstu viku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 522. fundur - 10.10.2017

Ríkey Sigurbjörnsdóttir sat undir þessum lið.

Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið.

Á fundi bæjarráðs þann 3. október var óskað eftir nánari útfærslu á starfsmannahaldi Bókasafns Fjallabyggðar í kjölfar þess að forstöðumaður bókasafnsins dróg uppsögn sína til baka. Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem lagt er til að starfshlutfall forstöðumanns verði 100% frá og með 15. október.

Bókavörður við bókasafnið hefur sagt upp störfum. Er lagt til að ráðinn verði þjónustufulltrúi í 50% starf sem mun þjónusta bókasafn, héraðsskjalasafn og þjónustumiðstöð ferðamanna, með möguleika á aukningu starfshlutfalls um 25% frá áramótum. Einnig er lagt til að forstöðumaður bókasafns vinni að gerð stefnumótunar fyrir bóka- og héraðsskjalasafnið til næstu 3-5 ára í samvinnu við deildarstjóra.

Bæjarráð samþykkir tillögur deildarstjóra og vísar auknum launakostnaði vegna starfs forstöðumanns til viðauka við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.