Málefni Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1708017

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 14.08.2017

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar Jónína Magnúsdóttir og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara sátu undir þessum lið.

Skólasetning fer fram miðvikudaginn 23. ágúst 2017, stundaskrár og ritföng verða afhent. Nemendur 1. bekkjar mæta í boðuð viðtöl til umsjónarkennara.

Skráðir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar eru 196. 106 nemendur eru í starfsstöðinni á Siglufirði og 90 í starfsstöðinni í Ólafsfirði.

Skólastarf er undirbúið skv. nýrri fræðslustefnu og munu nemendur 1.-5. bekkjar verða á Siglufirði og nemendur 6.-10. bekkjar í Ólafsfirði. Kennsla í 1.-5.bekk hefst kl. 8.30 en kennsla í 6.-10.bekk hefst kl. 8.10.

50 starfsmenn mæta til starfa í haust, 32 kennarar og 18 aðrir starfsmenn. Meiri mannabreytingar eru nú miðað við síðustu ár. Sólveig Rósa Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri var ráðin 1. ágúst ásamt Ásu Björk Stefánsdóttur umsjónarkennara 5. bekkjar, Gurrý Önnu Ingvarsdóttur sérkennara og Gunnlaugu Björk Guðbjörnsdóttur sérkennara. Sigríður Ásta Hauksdóttir náms- og starfsráðgjafi verður í 20% starfi við skólann en hún mun einnig vinna við MTR.

Nemendum í 1.-4. bekk stendur til boða að sækja Frístund að loknum skóladegi kl. 13.30-14.30. Frístund er tómstundastarf skipulagt af Fjallabyggð í samstarfi við tónlistarskóla, grunnskóla og íþróttafélög. Nemendur í 1.-3. bekk hafa möguleika á að sækja lengda viðveru kl. 14.30-16.00.

Samstarf Grunnskóla Fjallabyggðar við MTR hefur verið aukið. Nokkrir nemendur í unglingadeild sækja þar valgreinar (vélmennafræði og blak), sem er viðbót við ensku og grunnáfanga í náttúru- og félagsvísindum sem 10. bekkingar hafa getað stundað sl. ár.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 08.01.2018

Skólastjóri kynnti LIT - átaksverkefni í grunnskóla. LIT stendur fyrir listir - innblástur - tækni.
Tilgangur verkefnisins er að bæta námsárangur nemenda í unglingadeild, virkja nemendur á skapandi hátt til að leita leiða til að efla sig í námi og bæta árangur. Einnig er tilgangurinn að huga að umbótum á skólastarfi í Grunnskóla Fjallabyggðar með skapandi starf að leiðarljósi. Verkefnið felur í sér tengingu við samfélagið í Fjallabyggð og aðkomu aðila í samfélaginu sem vilja leggja verkefninu lið.
Fræðslu- og frístundanefnd fagnar framtakinu.