Skálarhlíð, sameining íbúða 2017

Málsnúmer 1701086

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 485. fundur - 31.01.2017

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.
Á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir að sameina tvær smáíbúðir í eina í Skálarhlíð, Hlíðarvegi 45 Siglufirði.

Tekin fyrir ósk deildarstjóra tæknideildar, Ármanns V. Sigurðssonar, um heimild til að halda lokað útboð á sameiningu íbúða 3. hæð í Skálarhlíð og að eftirtaldir aðilar fái að bjóða í verkið:
Berg ehf.
ÓHK Trésmíði ehf.
GJ smiðir ehf.
Trésmíði ehf.
Minný ehf.
SR vélaverkstæði hf.
L-7 ehf.

Bæjarráð samþykkir heimild til lokaðs útboðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21.02.2017

Lögð fram niðurstaða opnunar á tilboðum í sameiningu íbúða 3 hæð í Skálarhlíð. Deildarstjóri tæknideildar leggur til að lægsta tilboði verði tekið.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Berg ehf 8.156.000
Minný ehf 8.860.000
ÓHK Trésmíði ehf 8.348.764
GJ smiðir ehf 8.621.935
Kostnaðaráætlun 7.656.720

Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði.