Umsókn um ytra mat leikskóla

Málsnúmer 1610083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 01.11.2016

Lagt fram erindi Menntamálastofnunar dagsett 21. október 2016,
þar sem auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla.

Menntamálastofnun mun láta gera ytra mat á sex leikskólum árið 2017.
Í matinu felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Verður það gert m.a. með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, vettvangsathugunum, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla, foreldra og fulltrúa sveitarstjórnar. Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði.

Umsóknir þurfa að hafa borist Menntamálastofnun fyrir 18. nóvember 2016.

Bæjarráð samþykkir að leggja inn umsókn og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að senda inn umsókn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10.01.2017

Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, var samþykkt að senda umsókn til Menntamálastofnunar um gerð ytra mats á starfi leikskólum Fjallabyggðar.

Í svari Menntamálastofnunar, dagsett 2. janúar 2017, kemur fram að ákveðið hefur verið að gera ytra mat á starfsemi leikskóla Fjallabyggðar, haustið 2017.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 04.09.2017

Ytra mat á Leikskóla Fjallabyggðar er hafið. Verið er að safna saman þeim gögnum sem starfsmenn Menntamálastofnunar hafa óskað eftir. Fulltrúar Menntamálastofnunar munu vera á vettvangi, í Leikskóla Fjallabyggðar 25.- 28. september n.k. Í þeirri heimsókn verða tekin rýnihópaviðtöl við starfsfólk, foreldra og börn í elsta árgangi ásamt því að fylgjast með daglegu starfi skólans.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 02.10.2017

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Berglind Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna. Dagana 25. - 28. september komu fulltrúar Menntamálastofnunar í heimsókn í Leikskóla Fjallabyggðar og unnu að ytra mati á skólanum. Þeir dvöldu tvo daga í hvorri starfsstöð. Þeir tóku rýnihópaviðtöl við starfsfólk, foreldra og nemendur. Niðurstöður ytra mats er að vænta í lok nóvember.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 08.01.2018

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarleikskólastjóri.
Niðurstöður úr ytra mati sem Menntamálastofnun framkvæmdi á Leikskóla Fjallabyggðar hafa borist. Farið yfir helstu niðurstöður. Sveitarfélagið stendur fyrir kynningarfundi á niðurstöðum ytra matsins fyrir starfsfólk leikskólans, foreldra, sveitarstjórn og fræðslu- og frístundanefnd. Fundurinn mun fara fram í Tjarnarborg, miðvikudaginn 17. janúar kl. 17.00. Matsaðilar munu kynna niðurstöður.