Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 1609092

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 04.10.2016

Lagt fram bréf til heilbrigðisráðherra Kristjáns Þórs Júlíussonar, dagsett 27. september 2016, þar sem Fjallabyggð sækir um fjölgun dagvistarrýma við dagdvöl aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði, úr sjö leyfum í tólf. Undanfarin ár hefur þátttaka eldra fólks í dagdvölinni verið langt umfram fjölda þessara sjö dagvistarýma eða rúmlega þreföld. Hlutfall eldri borgara í Fjallabyggð er mjög hátt eða 19%, samanborið við landsmeðaltalið sem er 12%.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13.12.2016

Í erindi til heilbrigðisráðherra Kristjáns Þórs Júlíussonar, dagsett 27. september 2016, sótti Fjallabyggð um fjölgun dagvistarrýma við dagdvöl aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði, úr sjö leyfum í tólf. Vísað var til þess að undanfarin ár hefði þátttaka eldra fólks í dagdvölinni verið langt umfram fjölda þessara sjö dagvistarýma eða rúmlega þreföld.
Hlutfall eldri borgara í Fjallabyggð er mjög hátt eða 19%, samanborið við landsmeðaltalið sem er 12%.

Í svari Velferðarráðuneytisins frá 30. nóvember 2016, kemur fram skilningur á mikilvægi dagdvalar sem stoðþjónustu við aldraða sem búa heima, en í fjárlögum þessa árs sé ekki gert ráð fyrir auknu fjármagni til fjölgunar dagdvalarrýma. Ef aðstæður breytast muni ráðuneytið hafa erindið í huga.

Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 19.01.2017

Lagt fram
Lagt fram svar heilbrigðisráðherra við beiðni Fjallabyggðar um dagdvalarrými aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði, úr sjö leyfum í tólf. Beiðninni var hafnað. Deildarstjóri upplýsti að á næstunni verði lögð fram úttektarskýrsla um dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð.