Trappa - Samningur - kynning

Málsnúmer 1609067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20.09.2016

Lögð fram til kynningar drög að samningi við Tröppu ehf um þjónustu talmeinafræðinga í fjarþjálfun og ráðgjöf vegna barna með tal- og málþroskafrávik.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 04.10.2016

Á 466. fundi bæjarráðs, 20. september 2016, voru lögð fram til kynningar drög að samningi við Tröppu ehf um þjónustu talmeinafræðinga í fjarþjálfun og ráðgjöf vegna barna með tal- og málþroskafrávik. Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Umsögn lögð fram.
Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna með aðkomu Tröppu ehf að náms- og starfsráðgjöf.