Heitt vatn til húshitunar á Reykjum.

Málsnúmer 1608018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16.09.2016

Fyrirspurn barst frá Kristni E. Hrafnssyni 10.ágúst sl. um hvort bæjarfélagið geti sem landeigandi tryggt öllum sumarhúsaeigendum til jafns, heitt vatn til húshitunar á Reykjum í Ólafsfirði.

Fram kemur að Norðurorka hefur ekki uppi áform um sérstaka nýtingu á heitu vatni á þessum slóðum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20.09.2016

Á 465. fundi bæjarráðs, 16. september 2016, var tekin til umfjöllunar fyrirspurn frá Kristni E. Hrafnssyni um hvort bæjarfélagið geti sem landeigandi tryggt öllum sumarhúsaeigendum til jafns, heitt vatn til húshitunar á Reykjum í Ólafsfirði.
Fram kom að Norðurorka hefur ekki uppi áform um sérstaka nýtingu á heitu vatni á þessum slóðum.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð frestar þessum dagskrárlið og felur deildarstjóra að óska eftir formlegri umsögn frá Norðurorku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27.09.2016

Á 466. fundi bæjarráðs, 20. september 2016, samþykkti bæjarráð að óska eftir formlegri umsögn Norðurorku varðandi heitt vatn til húshitunar á Reykjum í Ólafsfirði.

Umsögn Norðurorku, dagsett 22. september 2016, lögð fram.

Þar kemur m.a. fram að jarðhiti er þekktur víða í Ólafsfirði og er jarðhitasvæðið að Reykjum eitt af þeim, en svæðið fékk Norðurorka ásamt fleiri svæðum ráðstafað til sína þegar fyrirtækið keypti Hitaveitu Ólafsfjarðar á sínum tíma.
Umrætt svæði hefur lítt verið rannsakað, en frístundahúseigendur hafa um árabil nýtt sjálfrennandi vatn á svæðinu í sína þágu með vitund og án athugasemda af hálfu Hitaveitu Ólafsfjarðar og síðar Norðurorku.
Ljóst er að sjálfrennandi vatnið er hvorki mjög heitt eða í miklu magni.
Talið er að heiðursmannssamkomulag sé í gangi meðal eigenda sumarhúsa á svæðinu að þeir skipti þessu vatni með sér þannig að allir fá í einhverju notið og þannig að jafnræði sé með aðilum í þeim efnum.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að upplýsa málsaðila um umsögn Norðurorku.