Málefni Vegagerðarinnar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1603021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 08.03.2016

Lagt fram til kynningar minnisblað frá fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar með umdæmisstjóra og rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Akureyri 2. mars 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 454. fundur - 12.07.2016

Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni þar sem samþykkt er að veita styrk sem sótt var um vegna aðkomu í Skógræktina á Siglufirði.
Deildarstjóra tæknideildar falið að stýra framkvæmdinni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15.11.2016

Lagt fram minnisblað frá fundi Fjallabyggðar með Vegagerðinni 8. nóvember 2016.

Á fundinum var m.a. rætt um aðkomu Vegagerðarinnar að endurnýjun malbiks á þjóðveginum í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð,
hraðamælingu með ljósaskiltum, veg að skíðasvæði í Skarðdal,
skipulagsvinnu vegna gatnamóta í miðbæ Siglufjarðar, vindmæli á Saurbæjarás og lausn á snjósöfnun þar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28.02.2017

Lögð fram samantekt eftir fund bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar með fulltrúum Vegagerðarinnar þann 21.02.2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 500. fundur - 12.05.2017

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar frá fundi sem haldinn var með Vegagerðinni þann 9. maí síðastliðinn.
Bæjarráð fagnar sérstaklega að framkvæmdir við uppbyggingu Skarðsvegar séu að hefjast og endurgerð Túngötu á Siglufirði og Aðalgötu í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27.03.2018

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

Lögð fram til kynningar samantekt frá fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar með Vegagerðinni sem fram fór þann 5. mars sl.. Á fundinum var m.a. rætt um yfirlagnir á þjóðvegi í Fjallabyggð og miðbæjarskipulag á Siglufirði.