Framlenging ákvæðis um B-gatnagerðargjald

Málsnúmer 1601014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12.01.2016

Í pósti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 23. desember s.l. er vakin athygli sveitarfélaga á því að Alþingi hefur samþykkt frumvarp innanríkisráðherra um framlengingu B-gatnagerðargjalds. Bráðabirgðaákvæði við lög um gatnagerðargjald hefði að óbreyttu runnið út um áramót en það hefur nú verið framlengt til ársloka 2017.

Þessi lagabreyting skiptir eingöngu máli fyrir þau sveitarfélög sem ekki hafa enn lokið framkvæmdum við lagningu bundins slitlags á eldri götur.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Á 427. fundi bæjarráðs, 12. janúar 2016, var til umræðu frumvarp um framlengingu B-gatnagerðargjalds, sem Alþingi hefur samþykkt. Bráðabirgðaákvæði við lög um gatnagerðargjald hefði að óbreyttu runnið út um áramót, en það hefur nú verið framlengt til ársloka 2017.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn bæjarstjóra.

Bæjarstjóri flutti munnlega umsögn.

Bæjarráð fagnar því að ákvæði hafi verið framlengt.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að lista upp þær götur sem gætu fallið undir ákvæðið.