Mannskaps- og tækjabifreið slökkviliðs Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 1509032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22.09.2015

Lagt fram tilboð í mannskaps og tækjabíl fyrir Slökkvilið Fjallabyggðar frá fyrirtækinu Ósland ehf. sem sérhæft er í smíði og framleiðslu á slökkvibifreiðum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið.
Jafnframt heimilar bæjarráð sölu á eldri mannskaps- og tækjabíl.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13.10.2015

Á 409. fundi bæjarráðs, 22. september 2015, var lagt fram tilboð í mannskaps og tækjabíl fyrir Slökkvilið Fjallabyggðar frá fyrirtækinu Ósland ehf. sem sérhæft er í smíði og framleiðslu á slökkvibifreiðum.
Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið.

Lagður fram samningur að upphæð 8.690.000 án/vsk til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir samning og vísar kr. 1.690.000 til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.