Samstarf í umhverfismálum 2015

Málsnúmer 1503005

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 04.03.2015

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS óska eftir samstarfi Fjallabyggðar sumarið 2015 sem felur í sér að fá sjálfboðaliðahópa til að fegra umhverfið í kringum fyrirtæki í bænum, hreinsa fjörur í sveitarfélaginu og önnur tilfallandi verkefni. Í kynningarbréfi samtakanna kemur fram að samstarfsaðilinn útvegar fæði, húsnæði og einhverja afþreyingu á meðan verkefninu stendur.

Nefndin tekur vel í erindið og felur tæknideild að finna verkefni sem henta samtökunum og hver hugsanlegur kostnaður gæti verið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10.03.2015

Lagt fram erindi frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS, dagsett 25. febrúar 2015, varðandi sjálfboðaliðahópa næsta sumar í hreinsun og önnur tilfallandi verkefni í bæjarfélaginu næsta sumar.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23.05.2016

SEEDS sjálfboðaliðaverkefni leitar eftir nýjum verkefnum og tekur nú á móti umsóknum fyrir verkefni á sviði umhverfis-, menningar- eða félagsmála sem gætu byrjað frá og með júlí 2016.
Lagt fram til kynningar.