Umsókn um lóðirnar Ránargata 2 og 12, Siglufirði

Málsnúmer 1502014

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 05.02.2015

Bás ehf. sækir um úthlutun á lóðum nr. 12 og 2 við Ránargötu á Siglufirði. Hugmyndir Bás ehf. er að reisa iðnaðarhúsnæði á lóð nr.12. Á lóð nr. 2 eru uppi hugmyndir um að þar verði steypustöð og efnisvinnsla ásamt efnisgeymslu.

Nefndin samþykkir að úthluta Bás ehf. lóð nr.12 við Ránargötu. Lóð nr.2 er ekki hæf til úthlutunar fyrr en búið er að ganga frá lóðinni í samræmi við deiliskipulag.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13.07.2015

Á 177. fundi nefndarinnar þann 5. febrúar sl. var tekin fyrir umsókn Bás ehf. um úthlutun á lóðum nr. 2 og 12 við Ránargötu á Siglufirði. Nefndin samþykkti að úthluta Bás ehf. lóð nr. 12.

Málið tekið upp að nýju og Bás ehf. úthlutað lóð nr. 2 við Ránargötu. Tæknideild falið að ganga frá lóðarleigusamningi í samræmi við samþykkt deiliskipulag af Þormóðseyri.