Húsnæði Hornbrekku - aðstaða

Málsnúmer 1501011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20.01.2015

Í bréfi forstöðumanns Hornbrekku dagsett 2. janúar 2015, er óskað eftir viðræðum við Fjallabyggð um húnæðismál Hornbrekku.

Bæjarráð samþykkir að boða forstöðumann á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29.01.2015

Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 03.02.2015

Á fund bæjarráðs mætti forstöðumaður Hornbrekku, Rúnar Guðlaugsson og ræddi húsnæðisaðstöðu hjúkrunar- og dvalarheimilisins.

Einnig mætti deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson á fund bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar og deildarstjóra tæknideildar að láta gera úttekt og fá tillögur vegna endurbóta á hjúkrunar- og dvalarrýmum á Hornbrekku.