Rekstur upplýsingamiðstöðva sumarið 2014

Málsnúmer 1409106

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23.10.2014

Farið yfir skýrslur frá rekstraraðilum upplýsingmiðstöðva á Siglufirði og í Ólafsfirði. Um 1.300 heimsóknir voru í upplýsingamiðstöðina á Siglufirði á tímabilinu 15. maí - 30. sept. og um 660 í upplýsingamiðstöðina Ólafsfirði á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.
Nefndin þakkar rekstraraðilum fyrir góðar skýrslur.

Í ljósi þess að rekstaraðili upplýsingamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði, Kaffi Klara hefur nú lokað kaffihúsinu, lýtur nefndin svo á að samningur við Bolla og bedda ehf sé ekki lengur í gildi og leggur til að starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar verði færð í bókasafnið að Ólafsvegi 4.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12.11.2014

Lagðar fram skýrslur um rekstur upplýsingamiðstöðva og er vísað í afgreiðslu markaðs- og menningarnefndar frá 23.10.2014.
Einnig lagður fram tölvupóstur frá eigendum Bolla og bedda ehf. frá 24. október 2014 sem og bréf bæjarstjóra til fyrirtækisins frá 5. apríl 2013 og undirritaður samningur frá 8. apríl 2013.
Aðilum málsins er boðið að funda með bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 03.02.2015

Upplýst var um fund sem haldinn var 12. janúar s.l. með fulltrúa Bolla og bedda ehf varðandi upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði.

Á þeim fundi voru rædd málefni upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði í tengslum við ályktun markaðs- og menningarnefndar 23. október 2014 og ákvörðun bæjarráðs frá 12. nóvember 2014 um að bjóða aðilum málsins að funda með bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

Bæjarráð felur markaðs- og menningarnefnd að taka málið til umfjöllunar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 05.02.2015

Vísað til nefndar
Á fundi bæjarráðs þann 3. febrúar sl. var til umfjöllunar málefni upplýsingamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði þar sem upplýst var um fund sem haldin var þann 12. janúar með fulltrúa Bolla og bedda ehf. Á þeim fundi voru rædd málefni upplýsingamiðstöðvarinnar í tengslum við ályktun markaðs- og menningarnefndar frá 23. október 2014. Bæjarráð fól markaðs- og menningarnefnd að taka málið til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að rekstur upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði verði boðin út yfir sumartímann, frá 1. júní til 31. ágúst og starfsemi hennar verði í bókasafninu á öðrum tíma ársins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 379. fundur - 10.02.2015

Á fundi Markaðs- og menningarnefndar 5. febrúar 2015, var ákveðið að leggja til við bæjarráð að rekstur upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði yrði boðinn út yfir sumartímann, frá 1. júní til 31. ágúst og starfsemi hennar yrði í bókasafninu á öðrum tíma ársins.

Bæjarráð óskar eftir að markaðs- og menningarfulltrúi taki saman fyrir bæjarráð þau grunnatriði, leiðbeiningar og reglur sem þarf til fyrir rekstur upplýsingamiðstöðva og leggi tillögu fyrir bæjarráð.