Alþingiskosningar 27. apríl 2013

Málsnúmer 1303055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 04.04.2013

Lögð fram tillaga um að veita bæjarráði Fjallabyggðar umboð til að staðfesta kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fer þann 27. apríl 2013 og fullnaðarumboði til úrskurða um athugasemdir er vísað til afgreiðslu næsta fundar bæjarstjórnar.

Einnig voru lagðar fram upplýsingar um greiðslur til sveitarfélagsins vegna komandi alþingiskosninga, en bréf Innanríkisráðuneytis er dags. 2. apríl 2013.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 10.04.2013

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti með 9 atkvæðum að veita bæjarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 27. apríl 2013.
Jafnframt veitir bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16.04.2013

a) Á kjörskrá í Fjallabyggð eru 787 konur og 807 karlar, eða alls 1594.
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá.

b) Kjörstaðir í Fjallabyggð verða sem fyrr tveir, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Menntaskólanum í Ólafsfirði.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 í báðum kjördeildum og verður slitið eigi síðar en kl. 22:00.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 293. fundur - 26.04.2013

Í erindi Þjóðskrár Íslands dagsettu 24. apríl 2013 er tilkynnt um breytingu, svo laga megi kjörskrárstofn fyrir Fjallabyggð.

Gera þarf eina leiðréttingu á kjörskrárstofni vegna látins einstaklings.
Á kjörskrá í Fjallabyggð eru því 787 konur og 806 karlar, eða alls 1593.