Ósk um endurskoðun tillagna um skiptingu byggðakvóta í Fjallabyggð

Málsnúmer 1211059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20.11.2012

Formaður bæjarráðs bauð forsvarsmenn Siglunes og Útg. Nes velkomna á fundinn. Gerðu þeir bæjarfulltrúum grein fyrir bréfi sem þeir sendu á ráðuneytið er varðar þeirra rekstur. Svör ráðuneytisins voru lögð fram á fundinum. Bæjarráð telur rétt að kynna sér betur spurningar og svör ráðuneytisins til næsta fundar.

Bæjarstjóra er falið að láta ráðuneytið vita um þá niðurstöðu og óska eftir frest fram í lok næstu viku

 

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27.11.2012

Bæjarráð telur ekki ástæðu til þess að breyta fyrri ákvörðun, sem samþykkt var samhljóða bæði í bæjarráði og bæjarstjórn.
Reglurnar eru almenns eðlis og í samræmi við það sem verið hefur í Fjallabyggð nokkur undanfarin ár.