Kjörskrárstofnar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Málsnúmer 1209011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 270. fundur - 11.09.2012

Viðmiðunardagur kjörskrár verður 29. september 2012 en samkvæmt 22. gr. laga nr. 24.2012 um kosningar til alþingis skulu sveitarstjórnir gera kjörskrá á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá Íslands lætur þeim í té.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18.10.2012

Kjörskrárstofnar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu lagðir fram.
Eftir breytingar sem gerðar hafa verið eru á kjörskrá í Fjallabyggð 1602, 820 karlar og 782 konur.
Skipting í kjördeildir í sveitarfélaginu Fjallabyggð sem hér segir:
Í kjördeild I í Ráðhúsi Siglufjarðar, 2. hæð kjósa íbúar Siglufjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00.
Í kjördeild II að Ægisgötu 13 í Ólafsfirði (húsi Menntaskólans) kjósa íbúar Ólafsfjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00.
Kjörfundi má slíta átta klukkustundum eftir að hann hefst, hafi hálf klukkustund liðið frá því að kjósandi gaf sig síðast fram.
Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita framlagðar kjörskrár.
Jafnframt var tilkynnt breyting í undirkjörstjórn Ólafsfirði.
Í stað Rutar Gylfadóttur kemur Eydís Ósk Víðisdóttir inn sem varamaður.