Umgengnisreglur á sparkvöllum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1203046

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 18.04.2012

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að umgengnisreglum á sparkvöllum Fjallabyggðar. Ráðið gerir engar athugasemdir við drögin. Lagt er til að fenginn verði einhver góð fyrirmynd úr meistarflokki KF til að kynna reglurnar fyrir grunnskólanemum.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 10. fundur - 09.12.2015

Ungmennaráð felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að láta útbúa skilti með umgengnisreglum og einnig skilti sem banna reykingar á svæðinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 05.01.2016

10. fundur ungmennaráðs, 9. desember 2015, mæltist til þess að útbúin yrðu skilti með umgengnisreglum á sparkvöllum Fjallabyggðar og einnig skilti sem banna reykingar á svæðinu.

Bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa að láta útbúa og setja upp ofangreind skilti. Heildarkostnaður er áætlaður 25 þús.