Greiðsla fatapeninga til ófaglærðra starfsmanna í leikskólum

Málsnúmer 1202035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21.02.2012

Fyrir bæjarráði liggur tillaga um verklag og upphæð vegna endurgreiðslu á kaupum á vinnufatnaði, skv. kjarasamningum frá 1. júní 2011, grein 8.2.5. g.
Bæjarráð samþykkir að leita álits kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga á tillögunni áður en til afgreiðslu kemur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20.03.2012

247. fundur bæjarráðs Fjallabyggðar tók fyrir tillögu að verklagi og upphæð vegna endurgreiðslu á kaupum á vinnufatnaði til ófaglærðra starfsmanna í leikskólum, sbr grein 8.2.5. g í kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga við St. Fjallabyggðar, Kjöl og Einingu Iðju.
Fyrir lá samþykki fulltrúa viðkomandi stéttarfélaga á tillögunni.
Bæjarráð samþykkti að leita álits kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga á tillögunni áður en til afgreiðslu kæmi.
Kjarasvið gerir ekki athugasemdir við fyrirkomulagið um endurgreiðslu kostnaðar, að því gefnu að það sé gert í samráði við stéttarfélög á staðnum.

Samþykkt samhljóða.