Menntaskólinn á Tröllaskaga - Samningur við Akureyrarbæ

Málsnúmer 1112061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 241. fundur - 20.12.2011

Upplýsingar lagðar fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 248. fundur - 28.02.2012

Lagt fram tölvubréf frá bæjarstjóra Akureyrarbæjar frá 22. febrúar 2012 er varðar aðkomu bæjarfélagsins að málefnum Menntaskólans á Tröllaskaga.

Fram kemur samþykki Akureyrarbæjar fyrir u.þ.b. 15% hlut í kostnaði við breytingar á húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga.

Dregið er í efa að Akureyarbær beri leigugreiðslur vegna afnota af húsnæði bæjarfélagsins undir MTR í takt og í samræmi við

samning Fjallabyggðar við ríkið.

Bæjarráð Fjallabyggðar harmar afstöðu Akureyrarbæjar varðandi leigugreiðslur og mun bæjarstjóri taka málið upp til frekari umræðu á vettvangi AFE.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27.11.2012

Lagt fram bréf frá bæjarráði Akureyrarbæjar, þar sem fram kemur að ráðið felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vinna að samkomulagi er varðar Menntaskólann á Tröllaskaga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vinna að lausn málsins fyrir hönd Fjallabyggðar.