Breyting á nefndarskipan

Málsnúmer 1104050

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 63. fundur - 13.04.2011

Í ljósi þess að gera þarf breytingar á nefndarskipan samþykkir bæjarstjórn með 9 atkvæðum að vísa fyrirhuguðum breytingum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 211. fundur - 19.04.2011

Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 213. fundur - 03.05.2011

63. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa breytingum á nefndarskipan til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram um breytingar á nefndarskipan.

Varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd verði Helga Jónsdóttir, í stað Freys Sigurðssonar.
Aðalmaður í atvinnu- og ferðamálanefnd verði Margrét Jónsdóttir í stað Guðmundar Friðriks Eggertssonar.
Varamaður í fræðslunefnd verði Sigrún Ingólfsdóttir í stað Margrétar Jónsdóttur.

Tillaga samþykkt samhljóða.