Ársreikningur 2010

Málsnúmer 1104036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 210. fundur - 13.04.2011

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs, bæjarfulltrúarnir Þorbjörn Sigurðsson, Halldóra S. Björgvinsdóttir, Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson og endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G Þorsteinsson.
Þorsteinn G Þorsteinsson endurskoðandi gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings Fjallabyggðar.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.586,9 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 34,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.718,1 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 270,3 millj. kr.
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2010 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 63. fundur - 13.04.2011

Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2010 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.586,9 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 34,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.718,1 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 270,3 millj. kr.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2010 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 213. fundur - 03.05.2011

Skýrsla endurskoðenda lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 64. fundur - 10.05.2011

Síðari umræða

Til máls tók bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson og fór yfir skýringar með ársreikningi 2010 og lagði til við bæjarstjórn að reikningur fyrir árið 2010 yrði samþykktur.
Vísað er til vefs sveitarfélagsins þar sem finna má skýringar bæjarstjóra með ársreikningi sem og endurskoðunarskýrslu KPMG.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikning Fjallabyggðar fyrir árið 2010 með 9 atkvæðum.