Hafnsækin starfsemi í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103010

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 30. fundur - 02.03.2011

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti ásamt Ásgeiri Loga með fulltrúum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, varðandi hafnsækna starfsemi og þá sérstaklega með fókus á Siglufjörð og hafnaraðstöðu þar og byggingar á staðnum.
Þetta var kynning á stöðu verkefnisins og ákveðið var að hittast aftur að tveimur vikum liðnum.
Ákveðið var að leggja áherslu á 3 liði í þessari vinnu, þ.e.

1. Þjónustuhöfn v. námavinnslu á NA-Grænlandi.
Leggjast í sölumennsku gagnvart dönskum undirverktökum sem eiga að standa fyrir aðstöðusköpuninni.
Okkar styrkur var talinn vera: húsakosturinn, djúphöfn, þröskuldurinn fremst í firðinum, göngin, Ak. flugvöllur, sjúkraflug, tíðni ferða milli Ak. og R.víkur, smiðjurnar á svæðinu, Slippurinn o.fl.
2. Þjónustu- öryggishöfn v. siglinga í norðurhöfum.
Geymsla undir öryggisbúnað o.fl.
3. Möguleiki til að fara af stað með millilandasiglingar inn á Norðurland, þar sem Siglufjörður yrði í aðalhlutverki, m.t.t. vöruhótels, frystigeymslu o.fl.

Lögð er þung áhersla á að Atvinnuþróunarfélagið skili verkefninu af sér fljótlega.

Málið kynnt og verður til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 32. fundur - 18.05.2011

Bæjarstjóri lagði fram tillögu bæjarráðs um að setja upp verkefnastjórn og vinnuhóp til að takast á við hafnsækna starfsemi í Fjallabyggð.

Um er að ræða verkefnastjórn á vegum atvinnuþróunarfélagsins og vinnuhóp heimamanna.

Hanarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 244. fundur - 31.01.2012

Lögð fram til kynningar greinargerð á íslensku og þýðingu á því efni yfir á ensku.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23.02.2012

Lagðar fram upplýsingar/staðreyndir um bæjarfélagið og starfsemi hafnarinnar.

Hafnarstjórn vill leggja áherslu á að lagfæra þarf kaflann um núverandi stöðu sjávarútvegs í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 255. fundur - 24.04.2012

Í erindi frá fulltrúa Olíudreifingar er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið með það að markmiði að hægt verði að gefa út sameiginlega viljayfirlýsingu vegna væntanlegrar þjónustumiðstöðvar í Siglufirði fyrir olíuleit og boranir á Drekasvæðinu sem og við A. Grænland.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við Olíudreifingu.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 40. fundur - 14.05.2012

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Farið var yfir kynningu frá Olíudreifingu ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 257. fundur - 15.05.2012

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir kynningu frá Olíudreifingu ehf. sem og viljayfirlýsingu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka vinnu við gerð viljayfirlýsingar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 258. fundur - 22.05.2012

Unnið hefur verið að viljayfirlýsingu og þar með samvinnu Fjallabyggðar við Olíudreifingu ehf.

Bæjarstjóri lagði fram viðbótargögn er varðar lóðarsamninga sem eru í gildi á hafnarsvæðinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka málinu fyrir næsta fund.