Bæjarráð Fjallabyggðar - 193. fundur - 30. nóvember 2010

Málsnúmer 1011015F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 57. fundur - 15.12.2010

Formaður bæjarráðs, Ólafur H. Marteinsson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 193




    Samband Íslenskra sveitarfélaga sendi inn erindi þar sem óskað er eftir afstöðu samstarfsaðila til þess að áframhald verði á verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum næstu 3 árin, þ.e. frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2013. Jafnframt er lögð fram sú breyting á fjármögnun verkefnisins að samstarfsaðilar á sviði úrgangsmála greiði 50% af kostnaði við stöðu verkefnisstjóra en að Umhverfisráðuneytið greiði hluta af kostnaði þessum.
    Skipulags - og umhverfisnefnd tók málið til afgreiðslu á 103 fundi sínum og telur eðlilegt að vísa málinu til bæjarráðs.

     

    Bæjarráð Fjallabyggðar leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð taki þátt í verkefninu næstu þrjú árin þ.e. til 31.desember 2013 á grundvelli nýrra hugmynda um kostnaðarskiptingu. Áætlaður kostnaður Fjallabyggðar á ári er um 38.000.- á ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar staðfest á 57. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 193








    Í erindi KS/Leifturs sem tekið var fyrir á 189. fundi bæjarráðs var óskað eftir því að leitað verði til félagsins varðandi rekstur á knattspyrnuvallasvæðum í Fjallabyggð.
    Á þeim fundi bókaði bæjarráð að ekki hefði verið tekin ákvörðun um skipulagsbreytingu varðandi rekstrarfyrirkomulag á vallarsvæðum.
    Bæjarráð samþykkti hins vegar að boða forsvarsmenn félagsins á fund bæjarráðs til upplýsingar.

    Á fund bæjarráðs mætti Hlynur Guðmundsson og reifaði nánar hugmyndir félagsins.
    Bæjarráð samþykkir að skoða málið nánar í samvinnu við hlutaðeigandi.
       
    Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar staðfest á 57. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 193 Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar staðfest á 57. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 193





    Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið straum af kostnaði vegna eldvarnarfræðslu grunnskólabarna og fjölskyldna þeirra. Rannsóknir sýna að eldvörnum á íslenskum heimilum er verulega ábótavant og því mikilvægt að halda uppi stöðugri fræðslu um mikilvægi þeirra.

    Sambandið leitar eftir fjárframlagi frá Fjallabyggð til að standa undir kostnaði við að koma boðskap sínum til skila til almennings og barna.

    Bæjarráð leggur til að veitt verði sama styrkupphæð og á síðasta ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar staðfest á 57. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 193




    Á 192. fundur bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldinn var í ráðhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 23. nóvember 2010 var máli þessu frestað.
    Búið er að kanna málið á milli funda og ljóst að bæjarfélagið getur selt fyrirtækið (kennitöluna) en nýr eigandi verður að breyta nafni félagsins, til að koma í veg fyrir þann skilning að bæjarfélagið standi að einhverju leyti á bak við reksturinn.
    Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við tilboðsgjafa á grundvelli þeirra forsenda og markmiða sem fram hafa komið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar staðfest á 57. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 193






    Kynnt var hugmynd í atvinnu- og ferðamálanefnd er lýtur að því því að sett verði upp setur í Fjallabyggð þar sem öll umræða varðandi siglingar um Norður-Íshafið verði vöktuð. 
    Þetta yrði mögulega gert í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
    Samhliða því verði unnið að því, að í framtíðinni verði öll vöktun siglinga um Norður-Íshafið unnin frá Siglufirði.  Ennfremur að grunnviðbúnaður vegna slíkrar skipaumferðar verði á Siglufirði og að hér verði skilgreind neyðarhöfn vegna þessara siglinga með tilheyrandi útbúnaði.
    Þessi hluti yrði unnin í nánu samstarfi við Utanríkisráðuneytið.
    Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum og felur bæjarstjóra að kanna málið frekar fyrir fyrsta fund bæjarstjórnar í janúar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar staðfest á 57. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 193 Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar staðfest á 57. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 193 Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar staðfest á 57. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 193 <DIV><DIV><DIV><DIV>Lagðar fram rekstrarupplýsingar um rekstur Fjallabyggðar fyrir janúar - október 2010.</DIV></DIV></DIV></DIV> Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar staðfest á 57. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 193 Bókun fundar Afgreiðsla 193. fundar staðfest á 57. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.