Fréttir

Tvö ný ferðaþjónustufyrirtæki í Fjallabyggð

Á síðustu dögum og vikum hafa tvö ný ferðaþjónustufyrirtæki litið dagsins ljós í Fjallabyggð. Annað þeirra, Arcticfreeride, mun bjóða upp á skipulagðar ferðir frá Ólafsfirði og upp á fjallið Múlakollu.
Lesa meira

Skíðafélag Ólafsfjarðar fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Skíðafélag Ólafsfjarðar fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ sunnudaginn 18. janúar síðastliðinn í skíðaskálanum í Tindaöxl í Ólafsfirði.
Lesa meira

Afhending menningarstyrkja

Við útnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar í gær var jafnframt notað tækifærið til að afhenda formlega menningar- og rekstrarstyrki til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2015. Styrki sem með einum og öðrum hætti munu styðja við bakið á menningarlífi Fjallabyggðar.
Lesa meira

Fríða bæjarlistamaður Fjallabyggðar

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 20. janúar að útnefna Fríðu Björk Gylfadóttur bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2015.
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015 verður útnefndur við athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, í dag fimmtudaginn 22. janúar kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2015. Allir velkomnir. Markaðs– og menningarnefnd Fjallabyggðar.
Lesa meira

SÁÁ boðar til opins borgarafundar

SÁÁ heldur opinn borgarafund um áfengis- og vímuefnavandann fyrir íbúa Fjallabyggðar og nágrennis í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði mánudagskvöldið 2. febrúar frá klukkan 20:00 - 22:00.
Lesa meira

Hæfileikakeppni grunnskólans

Þann 29. janúar verður Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg. Þar geta nemendur komið og sýnt hvað í þeim býr, hvort sem er að syngja einir eða í hóp eða að sýna hæfileika sína á annan hátt.
Lesa meira

Snjór um víða veröld

Sunnudaginn 18. janúar er alþjóðlegi snjódagurinn (World snow day). Markmið dagsins er að fá börn og fjölskyldur þeirra í fjallið, til þess að njóta og upplifa það sem fjöllin hafa upp á að bjóða.
Lesa meira

Tónleikar í Tjarnarborg

Sunnudaginn 18. janúar kl. 17:00 verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Fram munu koma Ana Claudia de Assis og Joan Pedro Oliveira. Ana Claudia leikur á píanó og Joan Pedro mun stýra rafrænum hljóðum.
Lesa meira

Viðburða- og menningardagskrá Fjallabyggðar 2015

Fyrirhugað er að gefa út viðburða- og menningardagskrá Fjallabyggðar 2015 líkt og gert var í upphafi árs 2014.
Lesa meira