14.12.2015
Út er kominn geisladiskurinn Inn er helgi hringd. Á disknum eru 18 jóla- og nýárssálmar. Jón Þorsteinsson, tenór syngur við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar, organista Akureyrarkirkju. Diskurinn er gjöf Jóns til Ólafsfjarðarkirkju í tilefni 100 ára afmælis hennar.
Lesa meira
11.12.2015
Undirbúningur er í fullum gangi fyrir stórsýningu Menntaskólans á Tröllaskaga sem verður á morgun, laugardaginn 12. desember. Nemendur eru að leggja lokahönd á verkefni sín og upphengiferlið komið í gang. Sem fyrr er fjölbreytnin höfð að leiðarljósi og mun kenna ýmissa grasa á sýningunni. Má til dæmis nefna sjónlistir, ArtFabLab, útieldun og fjölda annara spennandi verkefna.
Lesa meira
11.12.2015
Fjallabyggð er komið í aðra umferð í sjónvarpsþættinum Útsvar á RÚV. Samkvæmt venju er þátturinn á dagskrá á föstudagskvöldum og keppir Fjallabyggð gegn Norðurþingi föstudaginn 11. desember nk.
Lesa meira
11.12.2015
Í gær, fimmtudaginn 10. desember, var undirritaður samningur á milli Fjallabyggðar og Ísar ehf. vegna endurbyggingu á Bæjarbryggju á Siglufirði. Það voru þeir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Stefán Guðjónsson forstjóri Ísar ehf sem skrifuðu undir samninginn í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Lesa meira
10.12.2015
Föstudaginn 11. desember verður sannkölluð jólastemmning í miðbæ Ólafsfjarðar og hefst hún kl. 20:00 og verður fram eftir kvöldi. Þá verður hluta Aðalgötunar lokað og hún gerð að göngugötu.
Lesa meira
10.12.2015
Nú í desember hefur Grunnskóli Fjallabyggðar verið í samstarfi við Önnu Hermínu Gunnarsdóttur með innpökkun á jólagjöfum sem hún hefur safnað til að gefa bágstöddum börnum á Íslandi.
Lesa meira
09.12.2015
Samtök iðnaðarins efna til opins fundar um íbúða- og atvinnumarkað fimmtudaginn 10. desember kl. 16.00 – 18.00 á Hótel KEA.
Á fundinum verður ný greining SI á íbúðamarkaði kynnt, þar sem m.a. er lagt mat á þörf fyrir íbúðir og að hversu miklu leyti framboð íbúða mætir henni. Einnig verður horft til atvinnumarkaðarins á Norðurlandi í breiðu samhengi.
Lesa meira
08.12.2015
Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í ár. Þetta verður í fyrsta skipti sem Olga heldur tónleika á Íslandi yfir jólahátíðina og hún getur ekki beðið að deila þeirri upplifun með ykkur. Olga mun flytja jólalög úr öllum áttum.
Lesa meira
07.12.2015
Samkvæmt veðurspá má búast við að óveðrið skelli á Fjallabyggð upp úr kl. 18:00 í dag. Eru íbúar hvattir til að fergja allt lauslegt á lóðum sínum og koma ruslatunnum í gott skjól. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á öllu landinu þannig að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og setja öryggið á oddinn þannig að skaðinn verði sem minnstur.
Lesa meira
07.12.2015
Vegna yfirvofandi óveðurs sem ganga á yfir landið síðar í dag hefur Strætó tilkynnt að Leið 78, frá Siglufirði kl.15:00 á Akureyri og frá Akureyri kl.16:30 að Siglufirði falli niður.
Lesa meira