20.01.2016
Landsleikurinn Allir lesa fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmannaeyingar í efsta sæti en Fjallabyggð hafnaði í 40. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar en fróðlegt verður að sjá hvernig lesturinn dreifist í ár.
Lesa meira
19.01.2016
Aðalfundur Félags um Síldarævintýri fer fram í dag, þriðjudaginn 19. janúar, í Bátahúsinu.
Lesa meira
18.01.2016
126. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 20. janúar 2016 kl. 17:00
Lesa meira
15.01.2016
Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 14. janúar var farið yfir umsóknir eða tilnefningar fyrir Bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2016. Nokkrar tilnefningar bárust. Það var samdóma álit nefndarinnar að nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar fyrir árið 2016 kæmi í hlut Alice Liu.
Lesa meira
15.01.2016
Skíðafélag Ólafsfjarðar sem rekur skíðasvæðið í Tindaöxl tekur þátt í alþjóðlega snjódeginum á sunnudaginn. Frítt verður í fjallið fyrir alla og boðið upp á kakó frá kl 11:00
Lesa meira
14.01.2016
Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra veitir verkefnastyrki til menningarverkefna og stofn og rekstrarstyrki til menningarmála. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.
Lesa meira
14.01.2016
Sunnudaginn 17. janúar er alþjóðlegi snjódagurinn (World snow day). Markmið dagsins er að fá börn og fjölskyldur þeirra í fjallið, til þess að njóta og upplifa það sem fjöllin hafa upp á að bjóða. Þetta er í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heiminn, og jafnframt í fimmta sinn sem að Ísland tekur þátt í viðburðinum.
Lesa meira
14.01.2016
Listhús Artspace kynnir með stolti forsýningu á hinni árlegu SKAMMDEGI FESTIVAL. Á hverju ári velur Listhús Artspace listamenn allstaðar að úr heiminum fyrir Skammdegi Air verðlaunin. Listamennirnir dvelja í Ólafsfirði frá desember fram í febrúar og fá að upplifa veturinn á Norðurlandi.
Lesa meira
14.01.2016
Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá, VÍS og Samgöngustofa gerðu haustið 2015 könnun á öryggi barna í bílum. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar undanfarin 30 ár en á árunum 1985 til 2011 voru árlega gerðar kannanir en eftir 2011 hafa þær verið gerðar annað hvert ár.
Lesa meira
14.01.2016
Tvö síðustu ár hefur verið gefin út viðburða- og menningardagskrá Fjallabyggðar. Það hefur mæst vel fyrir og því er fyrirhugað að halda því áfram. Markmið með útgáfunni er að vekja athygli á því mikla og fjölbreytta menningarlífi sem er í bæjarfélaginu.
Lesa meira