18.03.2020
Sem kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19).
Fjallabyggð hefur gefið út viðbragðsáætlun sem er að finna á heimasíðunni undir útgefið efni. Þessi viðbragðsáætlun á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum bæjarfélagsins til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. [Meira]
Lesa meira
18.03.2020
Athugið að tímibundinn breyting verður á opnunartíma Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar frá 16. - 23. mars nk.
Vegna aðstæðna í samfélaginu er nauðsynlegt að taka alþrif á líkamsrækt og helstu smitflötum íþróttamiðstöðva alla virka daga milli 13.00-15:00.
Lesa meira
18.03.2020
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar hááhættusvæðin vegna COVID-19.
Frá og með fimmtudeginum 19. mars 2020 er öllum Íslendingum sem koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits hvaðan þeir eru að koma. [meira]
Lesa meira
17.03.2020
Ágætu íbúar, samkvæmt áætlun Fjallabyggðar um órofna starfsemi og þjónustu vegna COVID-19 smithættu verða breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Siglufirði frá og með þriðjudeginum 17. mars 2020.
Skrifstofa sveitarfélagsins verður áfram opin á hefðbundnum tíma, þ.e. alla virka daga, frá kl. 09:30-15:00 en með mjög takmörkuðu aðgengi gesta. Þangað er hægt að hringja á opnunartíma í síma 464 9100 til að fá samband við starfsmenn Ráðhússins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjallabyggd@fjallabyggd.is. Starfsfólk í afgreiðslu mun leiðbeina og leitast við að leysa úr þeim málum sem um er að ræða í hverju tilviki. [Meira]
Lesa meira
16.03.2020
Hefðbundinn skólaakstur fellur niður milli byggðakjarna meðan samkomubann stendur yfir. Breyting á skólaakstri tekur gildi á morgun þriðjudaginn 17. mars og gildir fram að páskafríi Grunnskóla Fjallabyggðar:
Lesa meira
16.03.2020
Ráðstafanir vegna samkomubanns næstu vikur vegna Covid – 19 veirunnar.
Opnunartími verður eins og verið hefur í sundlaug og rækt, nema að lokað verður á milli kl. 13:00 – 15:00 alla virka daga vikunar vegna aukaþrifa.
Íþróttasalur verður lokaður í dag og á morgun á meðan unnið er að nýju skipulagi. [Meira]
Lesa meira
16.03.2020
Tilkynning til íbúa og viðskiptavina Fjallabyggðar
Íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi á bæjarskrifstofuna eru hvattir til draga úr heimsóknum og hringja frekar í síma 464-9100 frá kl. 10:00-15:00 eða senda tölvupóst á fjallabyggd@fjallabyggd.is ef þeir eiga einhvern kost á því.
Starfsfólk ráðhússins mun áfram leggja áherslu á að veita góða þjónustu en við biðjum viðskiptavini um að sýna þolinmæði. [Meira]
Lesa meira
16.03.2020
Vegna Covid-19 faraldursins vill Íslenska gámafélagið koma eftirfarandi tilmælum á framfæri:
Almennt sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur.
Smitaðir einstaklingar þurfa sérstaklega að gæta þess að snýtibréf fari í vel lokuðum pokum í Gráu tunnuna fyrir almennt sorp.
Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að skila á gámasvæði.
Flokkun á endurvinnsluhráefni helst óbreytt enn sem komið er.
Þessi tilmæli eru til þess að koma í veg fyrir að starfsfólk okkar þurfi að snerta sorpið og til að draga úr smithættu.
Lesa meira
15.03.2020
Vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi sem gefin var út sl. föstudag verður skipulagsdagur í Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar mánudaginn 16. mars. Af þeirri ástæðu verður skólaakstur með breyttu sniði:
Lesa meira
13.03.2020
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður með breyttu sniði. Framhalds- og háskólum verður lokað og fjarkennsla útfærð en starf leik- og grunnskóla verður áfram heimilt. Nánari útfærslur þess verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda en sveitarfélög landsins vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við framangreindar ákvarðanir. [Meira]
Lesa meira