Vegna rafrænna klippikorta á gámasöfnunarsvæðum

Vandræði hafa verið með rafræn klippikort á gámasöfnunarsvæðum á Siglufirði og Ólafsfirði frá því um áramót en vandræðin hafa snúist um að fólk hefur ekki getað sótt ný kort á nýju ári.

Samkvæmt upplýsingum frá Wise sem þjónustar tæknilausnina fyrir Fjallabyggð að þá er ekki hægt að sækja ný kort fyrr en 1. febrúar eða síðar. Áfram er klippt með rafrænum hætti af kortum sem eru enn í gildi hjá rekstraraðilum.