Uppskeruhátíð barna í Kofabyggð á Ólafsfirði

Eins og greint var frá í síðustu viku hafa grunnskólabörn í Fjallabyggð verið afar iðin við að reisa kofabyggðir á Ólafsfirði og Siglufirði.

Í dag fór fram uppskeruhátíð á Ólafsfirði þar sem bornin luku við smíðina. Samskonar hátíð fór fram á Siglufirði í síðustu viku. Öllum sem á svæðinu voru var boðið upp á grillpylsur.

Það var Hestamannafélagið Gnýfari sem hafði umsjón með kofabyggðinni í Ólafsfirði.
Börnunum voru fært viðurkenningarskjal frá sveitarfélaginu fyrir vel unnið verk.