Umsóknir um styrki úr bæjarsjóði Fjallabyggðar árið 2026

Umsóknir um styrki úr bæjarsjóði Fjallabyggðar árið 2026

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr bæjarsjóði Fjallabyggðar fyrir árið 2026. Tekið er við umsóknum í eftirfarandi flokkum:

  • Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (félög/félagasamtök)
  • Styrkir til menningarmála
  • Styrkir til fræðslumála
  • Styrkir til reksturs safna og setra
  • Styrkir til hátíða og stærri viðburða
  • Aðrir styrkir eða framlög

Umsóknarfrestur er til miðnættis 1. október n.k. og eru umsóknir sem berast eftir þann tíma að öllu jöfnu ekki teknar til afgreiðslu. Mikilvægt er því fyrir umsækjendur að virða umsóknarfrest.

 Einungis er hægt að sækja um rafrænt inn á "Þjónustugátt" á heimasíðu Fjallabyggðar.