Umsóknarfrestur er til 31. mars 2012
Í reglum Fjallabyggðar um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka segir m.a.:
1. gr. - Sveitarstjórn
Fjallabyggðar er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem
menningar,- íþrótta,- æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf sbr. heimild í 2.mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna
sveitarfélaga.
3. gr. - Sækja skal um styrk til greiðslu fasteignaskatts á eyðublöðum sem
skulu liggja frammi á skrifstofu Fjallabyggðar og vera aðgengileg á vefsvæði sveitarfélagsins. Með umsóknum um styrki skal
fylgja:
a) Nýjasti ársreikningur félagsins.
b) Lög viðkomandi félags þar sem fram koma markmið þess.
c) Stutt greinargerð um starfsemi félagsins.
Að öðru leyti er vísað í reglur, á heimasíðu Fjallabyggðar.
http://www.fjallabyggd.is/static/files/Reglur/FB_2008_Styrkir_til_greidslu_fasteignaskatts_v1.00.pdf
http://www.fjallabyggd.is/static/files/FB12_Umsokn_um_styrk.pdf
Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofurnar í
Fjallabyggð.
Fjallabyggð 13. mars 2012
Skrifstofu- og fjármálastjóri