Tónlistarveisla í Siglufjarðarkirkju: 25 ára afmæli Karlakórs Fjallabyggðar

Tónlistarveisla í Siglufjarðarkirkju: 25 ára afmæli Karlakórs Fjallabyggðar

Karlakór Fjallabyggðar fagnar 25 ára afmæli sínu með glæsilegum afmælistónleikum sunnudaginn 27. apríl kl. 16:00 í Siglufjarðarkirkju. Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt og veglegt efni úr efnisskrá kórsins síðustu 25 ár – lög sem hafa fylgt kórnum í gegnum tíðina og skipað sér sess í hjörtum áheyrenda.

Fram koma:

  • Karlakór Fjallabyggðar ásamt hljómsveit

  • Gestasöngvari: Tinna Hjaltadóttir

Hljómsveit:

  • Píanó – Elías Þorvaldsson

  • Gítar – Guðmann Sveinsson

  • Bassi – Mikael Sigurðsson

  • Trommur – Rodrigo Lopes

Stjórnandi: Edda Björk Jónsdóttir

Miðaverð: 5.000 kr.
Athugið: Enginn posi á staðnum – vinsamlegast komið með reiðufé.