Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023

Bæjarstjórn Siglufjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023 samkv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Skipulagssvæðið við Saurbæjarás er endurskilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð og opið svæði til sérstakra nota. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun svæðisins á kostnað óbyggðs svæðis.Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum Gránugötu 24 frá og með föstudeginum 21. október 2005 til og með föstudagsins 11. nóvember 2005.Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til föstudagsins 11. nóvember 2005. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofunum Gránugötu 24. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofum.Skipulags- og byggingarfulltrúi Siglufjarðar