Þjóðlagaakademían 4. – 6. júlí 2024
Þjóðlagaakademían er ókeypis.
- Námskeið um íslenska þjóðlagatónlist – opið öllum almenningi. Fyrirlestrar eru ýmist á íslensku eða ensku. Ef erlendir gestir sækja akademíuna er eingöngu töluð enska
- Námskeiðið fer fram á kirkjuloftinu í Siglufjarðarkirkju.
- Umsjónarmaður: Gunnsteinn Ólafsson
Í Þjóðlagaakademíunni verða kennd íslensk þjóðlög, þ.á.m. íslensk tvísöngslög. Þá verða dansaðir þjóðdansar og kennt að leika á langspil og íslenska fiðlu. Einnig verða haldin erindi um erlenda þjóðlaga- og miðaldatónlist.
Hér má sjá dagskrá þjóðlagaakademíunnar frá fyrri árum.
Þjóðlagaakademían fer fram á kirkjuloftinu, á efstu hæð Siglufjarðarkirkju. Skráning á thjodlagasetur@gmail.com.
Fimmtudagur 4. júlí 2024
10.00-11.00 – American old time and early bluegrass music – Daniel Bohlman og Casey Meikle, Bandaríkjunum
11.00-12.00 – Íslenskir þjóðdansar í sögulegu ljósi – Atli Freyr Hjaltason
13.00-14.00 – Vesturfararnir og tónlist þeirra – Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
14.00-15.00 – Balkantónlist – Zveztana Novakovic, Slóveníu
15.00-16.00 – Bjarni Þorsteinsson og þjóðlagasöfnun hans – Gunnsteinn Ólafsson
Föstudagur 5. júlí 2024
10.00-11.00 – Íslenskur tvísöngur – Gunnsteinn Ólafsson
11.00-12.00 – Norsk þjóðlög í norskri píanótónlist – Joachim Kwetzinsky
13.00-14.00 – Íslensk þjóðlög og evrópsk upprunahljóðfæri – Aurora Rósudóttir Luciano, Vera Hjördís Matsdóttir, Laura Audonneet, Marguerite Maire
14.00-15.00 – Dönsk þjóðlagatónlist – Maren Hallberg og Jørgen Dickmeiss
15.00-16.00 – Langspil og íslensk fiðla – Ásta Sigríður Arnardóttir
Laugardagur 6. júlí 2024
10.00-11.00 Íslenskir þjóðdansar. Atli Freyr Hjaltason og Elizabeth Katrín Mason
11.00-12.00 Danskir þjóðdansar – Maren Hallberg og Jørgen Dickmeiss
Nemendur sem óska að fá einingar fyrir Þjóðlagaakademíuna í tengslum við háskólanám sitt þurfa að skrifa verkefni um íslensk þjóðlög og skila því fyrir 15. ágúst. Verkefnið getur verið á íslensku, dönsku, þýsku, norsku, sænsku eða ensku. Skráning á thjodlagasetur@gmail.com.