Þjarkur við vinnu á Ólafsfirði

Sláttuþjarkur hefur verið tekinn í notkun hjá sveitarfélaginu og er hann kominn í vinnu við hús Félags eldri borgara á Ólafsfirði og bókasafnið. Sveitarfélagið fjárfesti í þjarkinum á síðasta ári en hann mun hafa það hlutverk að sjá um lóðina við Bylgjubyggð 2b þar sem vegfarendur gætu átt von á að sjá hann á ferðinni.

Verkefnið er tilraunaverkefni og hingað til hefur þjarkurinn reynst vel á umræddu svæði. Hann hefur mættu nokkrum áskorunum á leið sinni og heilt yfir náð að leysa úr sínum málum sjálfur.