Sundlaugin á Siglufirði opnar aftur eftir endurbætur

Eftir viðamiklar endurbætur á þaki sundhallarinnar á Siglufirði opnar laugin aftur mánudaginn 27. okbóber klukkan 06:30. 

Framkvæmdir hófust við endurbyggingu þaksins yfir sundlauginni og búningsklefum 30. júní s.l. og er nú lokið. Þakið var endurbyggt í heild sinni og reyndust framkvæmdir umfangsmeiri en talið var í fyrstu. Verktakafyrirtækið K16 ehf. annaðist framkvæmdir en þeir voru þeir einu sem skiluðu tilboði eftir útboð í verkið í vor.

Hér að neðan má sjá myndir á framkvæmdatímanum.

 
Framkvæmdum að ljúka og vatn farið að renna í laugarkarið í lok síðustu viku.


Byggja þurfti upp gólf í laugarkarinu svo verktaka gætu unnið við þak hússins.


Staðan á sperrum í þaki áður en þær voru teknar niður.


Þak sundlaugarinnar opnið og búið að ná gömlum sperrum niður.


Nýjar þaksperrur komnar upp yfir sundlauginni.