Sumarnámskeið barna í Fjallabyggð 2024

Á vef Fjallabyggðar er nú hægt að nálgast, á aðgengilegan hátt, þau námskeið sem þegar hafa verið skráð á dagskrá sumarsins en þar má t.am. nefna golf, sirkus, sund og smíðavelli. Listinn verður uppfærður jafn óðum og fleiri námskeið bætast við. 

Fjallabyggð vill vekja athygli á að börn sem eru í heimsókn eða á ferðalagi í Fjallabyggð eiga einnig kost á að taka þátt í námskeiðum. Gestir eru hvattir til að kynna sér það með því að hafa samband við forsvarsmenn námskeiða. 

Sumarnámskeið 2024

Við hvetjum þá sem ráðgera að bjóða upp á afþreyingu eða aðra dagskrá fyrir börn og unglinga í sumar að senda upplýsingar um það til okkar á netfangið lindalea@fjallabyggd.is eða rafrænt á eftirfarandi slóð:

Slóð á eyðublað

 

Gleðilegt sumar !