Skólaakstur veturinn 2025-2026

Skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð

Frá og með 25. ágúst tekur við vetraráætlun skóla- og frístundaaksturs í Fjallabyggð.  Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.

 

Reiknað er með að nemendur fari heim með skólarútu. Ef annar háttur er hafður á eru
nemendur á ábyrgð forráðamanna. Ætlast er til að forráðamenn yngri nemenda láti ritara vita fari þeir ekki með skólarútu.

Bílstjóri skólarútu er Baldur Jörgen Daníelsson.

Fyrirtækið Suðurleiðir er þjónustuaðili. Aksturstafla er unnin í samvinnu við Menntaskólann á Tröllaskaga og félagsmiðstöðina Neon.

Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.