Þjónustuútboð í skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð 2010-2013
Óskað er tilboða í akstur fyrir nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og akstur vegna þátttöku í frístundastarfi.
Gert er ráð fyrir að akstur hefjist 1. september 2010 og að samningstíma ljúki 31. ágúst 2013.
Verkið skal vinna samkvæmt útboðsgögnum sem eru til afhendingar á skrifstofum Fjallabyggðar frá og með 3. ágúst 2010.
Einnig má nálgast útboðsgögn hér :
• Útboðslýsing
Tilboðum skal skila á tilboðsblaði fyrir kl. 16.00, miðvikudaginn 18.ágúst 2010.
Tilboðin skulu vera heildartilboð, þ.e. innihalda allan kostnað sem fellur á Fjallabyggð vegna akstursins.
Bjóðendur athugi að virðisaukaskattur reiknast ekki á skólaakstur.
Vísast að öðru leyti í útboðsgögn.
Fjallabyggð 27. júlí 2010
Sigurður Valur Ásbjarnarson,
bæjarstjóri Fjallabyggðar.